Þungunarrof eða meðgöngurof (e. abortion, termination of pregnancy) er lyfjagjöf eða læknisaðgerð sem er framkvæmd í þeim tilgangi að ljúka meðgöngu. Þungunarrof hefur verið löglegt án læknisfræðilegrar ástæðu á Íslandi síðan 1975 og var svo lögunum breytt í september 2019. Allir legberar eiga rétt á þessari þjónustu og sá sem gengur með fóstrið á alltaf lokaákvörðun um að ganga meðgönguna eða fara í þungunarrof. Þó getur verið gott að hafa einhvern með sér í þessu ferli, hvort sem það er maki, foreldrar eða vinur.
Íslensk lög heimila þungunarrof fram að lokum 22. viku meðgöngu. Þó skal alltaf framkvæma það eins fljótt og hægt er, helst fyrir lok 12. viku meðgöngu.
Þungunarrof er framkvæmt á kvennadeildum Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri.