Stígamót bjóða upp á viðtöl og sjálfshjálparhópa fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Það skiptir ekki máli þótt ofbeldið hafi átt sér stað fyrir löngu síðan, það er alltaf hægt að koma til Stígamóta og það kostar ekkert. Einnig er í boði ráðgjöf fyrir aðstandendur.
Þú getur valið um karlkyns eða kvenkyns ráðgjafa. Á heimasíðunni má einnig finna rafræna ráðgjöf þar sem ráðgjafi er við á opnunartíma.
Stígamót taka ekki á móti börnum og unglingum undir 18 ára þar sem barnavernd sveitarfélaganna sér um aðstoð og þjónustu við þennan hóp. Undantekingu er hægt er að gera ef þú ert yngri en 18 ára ef málið þitt er nú þegar þekkt í barnaverndarkerfinu.
Hægt er að nýta sér rafræna ráðgjöf þrátt fyrir aldur en best er alltaf að málið komist á borð barnaverndar.
s. 562 6868
Netfang: stigamot@stigamot.is
Lesa meira